Aron Ómarsson #66 genginn til liðs við Kawasaki

Motocross ökumaðurinn frækni Aron Ómarsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Kawasaki og mun keppa fyrir þá næstu 3 keppnistímabil.
Eins og allir vita sem fylgjast með motocrossinu þá hefur Aron keppt fyrir KTM síðustu fjögur ár með vaxandi árangri. Aron og Kawasaki ætla sér stóra hluti á næsta ári og verður spennandi að fylgjast með hvernig Aron tæklar græna litinn. Nitro, umboðsaðili fyrir Kawasaki á Íslandi býður Aron velkominn í hópinn og hlakkar til samstarfsins.

Skildu eftir svar