Bikarkeppni í Bolaöldu á sunnudaginn

Sunnudaginn 9. september nk. verður síðasta motocross keppni sumarsins. Þar verður keppt í eftirfarandi flokkum: MX1, MX2 ,MX- B, 85cc flokki og kvennaflokki. Skráning fer fram í keppnisskráningarkerfinu hér til hliðar (EKKI á Msí síðunni!) Mæting er kl 10. Keppnisgjald er 3.000 kr og að auki þurfa allir að greiða 500 inn á svæðið. Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að færa keppendur milli flokka.


Spáin er ágæt á sunnudagin eða: Norðan strekkingur og vætusamt um landið norðan- og austanvert, en léttir til suðvestanlands. Kólnandi veður, einkum norðantil. Brautin var frábær í gærkvöldi og verður í toppstandi um helgina. Vonumst til að sjá sem flesta – nefndin.

Skildu eftir svar