Bikarkeppni á morgun frestað

Vegna slæmrar veðurspár og lítillar þátttöku hefur stjórn VÍK ákveðið að fresta bikarmótinu sem vera átti á morgun sunnudaginn 9. september. Reynt verður að halda keppnina sunnudaginn 16. eða 30. september. Seinni dagurinn er þó líklegri en nánari upplýsingar verða birtar á motocross.is á næstu dögum. Keppendur sem vilja fá keppnisgjöld endurgreidd geta sent póst á vik@motocross.is með reikningsupplýsingum.
Stjórn VÍK

Skildu eftir svar

Skildu eftir svar