Það var frí hjá okkur á mánudaginn, því notaður tíminn og verslað. Kíktum í King of Prussia sem er huge mall, þar missti sá rauði sig allveg og breytist í tísku drottningu og verslaði fyrir allan peninginn og meira til. Hins vegar hefur enginn hjólaverslun orðið á vegi okkar ennþá ….því þær eru engar ! Fólk verslar á netinu hér, en spurning hvort það verði einhverjar á Bud´s Creek ?
Valdi KALDI !
mælir með Leatt brace. >>
Svona var brautin, öll inni í skóg með geðveikum brekkum og geðveiki !
Í gær hins vegar var skellt sér í private track í eigu Boyesen bræðra sem er lengst inn í skóg og er svaaaaaaðaleg, geðveikar brekkur og beygjur og stutt í wheele-inn. Ég gæfi af mér tólin fyrir að eiga svona braut lengst inn í skóg og af þessu caliberi….shiiii !, og fékk undirritaður að taka aðeins í eftir æfingu……bjargaði allveg deginum hjá mér 🙂
Aron #66
Strákarnir æfðu tvö móto, 30mín + 2 hringi og var tekinn tími á þeim á meðan, Einar átti besta tíman en það munaði sama sem engu á þeim öllum og voru þeir rosalega stöðugir allan tíman, sem er frábært miðað við hitan í gær og svona erfiða braut.
Valdi #270
Létt æfing var svo tekin í bakgarðinum hjá Greg í morgun fyrir hádegi og svo er verið að gera klárt fyrir ferðalagið til Bud´s Creek á morgun. Það er farið að hlakka í drengjunum að komast á keppnisvæðið og æfa sig í brautinni og sjá hvar þeir eru miðað við aðra MXON keppendur.
Einar #4
Veit ekki hvernig það er með net á keppnissvæðinu svo það gæti verið lítið um fréttir um helgina, það verður bara að koma í ljós 😉
Jæja vakna snemma í fyrramálið og 5 tíma ferðalag bíður til Bud´s Creek, Heyrumst 😉