Norðurlandamótið

Þó nokkur áhugi er á Norðurlandamótinu í Moto-Cross sem fer fram 27.10. í Uddevalla í Svíþjóð. Ísland mun geta sent 8 keppendur í 85cc flokk og 8 keppendur í opin flokk. ATH. það er engin kvennaflokkur eða unglingaflokkur.
Aðeins 85cc og "OPINN" Keppt verður í 2x 20 mín + 2 hringir í 85cc og 2x 25 mín + 2 hringir í "OPNUM" 3 keppendur í hvorum flokk munu telja stig fyrir Íslands hönd í þessu fyrsta Norðurlandamóti sem fram fer eftir að það lagðist af í nokkur ár. Ísland hefur fengið númeraseríu frá 41-50 fyrir sína keppendur og er það á ábyrgð keppenda að mæta með hjólin merkt þeim númerum sem MSÍ úthlutar til þessarar keppni.
Einnig er óskað eftir því að keppendur klæðist eins MX peysum og er verið að vinna að því hvernig því verður háttað og mun það tilkynnt keppendum þegar endanlegur keppenda

 listi verður birtur.
  Þeir keppendur sem ætla að fara eru beðnir að staðfesta umsókni til MSÍ með
tölvupósti til kg@ktm.is fyrir kl: 18:00 á fimmtudaginn 11.10. á umsókn skal koma fram fullt
nafn keppanda, kennitala, keppnisnúmer, keppnishjól og nafn forráðamanns + kennitala.
  Ekki verður tekið við umsóknum símleiðis og ekki verður tekið við umsóknum nema að
  öll ofangreind gögn komi fram.
  Á föstudag 12.10. fyrir kl: 12:00 gefur MSÍ út lista yfir þá ökumenn sem hafa sótt
um og teljast uppfylla skilyrði MSÍ til þáttöku.

  f.h.
  MSÍ
  Karl Gunnlaugsson
  GSM: 893-2098
  kg@ktm.is

Skildu eftir svar