{mosimage}Það gerði hellirigningu á sunnudagsmorgun í Portugal og bleytan gerði brautina mjög erfiða og krefjandi. Fyrir keppni stytti svo upp og sólin kom fram. Stefan Everts á Yamaha náði að sigra 81. Grand Prix-ið sitt, með að klára mótoin í fyrsta og þriðja sæti. Everts náði góðum störtum og leiddi fyrra mótoið allan tímann, og í því seinna náði hann startinu en gerði smá mistök og datt, en náði
að klára þriðji á eftir Pichon og Coppins á Hondum. Annar over all varð einmitt Coppins sem sýndi skemmtilega takta og kláraði fjórði og annar í mótounum tveim, og liðsfélagi hanns Finninn Jussi Vhevilainen kláraði þriðji over all. Pichon og Smets kláruðu ekki fyrra mótoið, en í því seinna sigraði Pichon og Smets varð fimmti. Steve Ramon á KTM varð fjórði over all.
Í MX2 varð það Ítalinn Antonio Cairoli á Yamaha sem sigraði. Hann sigraði í fyrsta skipti í báðum mótounum og leiðir nú mótið með 19 stigum. Annar varð Alessio Chiodi, líka Ítali og líka á Yamaha og líka með fangamarkið A C 🙂 . Svo varð það Bretinn Billy Mackenzie á Yamaha sem varð þriðji.