Þolaksturskeppni á Akureyri

Þriðja og fjórða umferð íslandsmótsins í Enduro fara fram á Akureyri n.k. sunnudag.

Skipuleggjendur eru KKA  akstursíþróttafélag, MSÍ og styrktaraðilar eru Dedion og JHM Sport.

Sunnudagin 15.  júní n.k.  mun fara fram annað þolakstursmót sumarsins á torfæruvélhjólum.    Keppnin fer þannig fram að keppendum í meistaraflokki  og tvímenningi er startað saman og Baldursdeild (byrjendaflokkur) sér.     Keppendur í meistaraflokki   aka brautina í 3 klukkutíma en ökumenn í tvímenningskeppni geta skipst á að aka.     Keppendur í Baldursdeild aka í 2 klukkutíma.     Sá sigrar sem flesta hringi ekur á þessum tíma.     Brautin er lögð á akstursíþróttasvæði BA og KKA fyrir ofan Akureyri.  Keppnissvæðið er mjög áhorfendavænt og hægt er að hafa yfirsýn yfir mestan hluta svæðisins. 
Fyrsta mót sumarsins, haldið  í Bolaöldu,  var gríðalega spennandi og stóðu  Valdimar Þórðarsson  og Einar Sigurðarson uppi með jafnir að stigum.

Reiknað er með miklum  fjölda keppenda, en á síðasta móti voru þeir 150.

Keppnin hefst kl. 10:10 og lýkur um kl. 16:00.

KKA akstursíþróttafélag, mótanefnd.


Skildu eftir svar