Brautarlagning vegna Jónsmessukeppninnar verður á morgun fimmtudag 19. júní og hefst hún kl 18. Endurósvæðið verður af þeim sökum allt lokað eftir kl. 18 og allt svæðið verður jafnframt lokað á föstudaginn. Við vonumst til þess að sjá sem flesta, gott er að koma með bakpoka og hamar, en það er ekki nauðsynlegt að vera á hjóli. Nauðsynlegt er að tilkynna sig inn í klúbbhúsið og fá verkefni. Þetta er besta leiðin til að kynna sér brautina og því um að gera að mæta.
Ef einhver reynir að hjóla brautina, án þess að vera að aðstoða við brautarlagningu, byrjar sá/sú hin(n) sami(a) keppnisdaginn í Víti.
Ennfremur óskum við eftir aðstoð við flöggun á motocrosskeppninni og brautargæslu í endurokeppninni um kvöldið. Fjórhjólaeigendur eru sérstaklega boðnir velkomnir. Þeir sem vilja taka þátt eru vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst á doddi@valkaup.is eða hafa samband í síma 895 5458.
Stefnt er á að klára skoðun á hjólum sem taka þátt í sjálfri Jónsmessuþolaksturskeppninni á föstudagskvöldið á milli 18 og 21 þannig að þeim þætti verði lokið. Staðsetning á skoðuninni verður væntanlega í einu bílaumboðanna en það verður kynnt nánar á morgun.
Keppnisnúmer og tímatökubólur verða afhentar í skoðuninni. Þeir sem eiga gamlar bólur frá Klaustri komi endilega með þær með sér. Keppendur þurfa að hafa með sér staðfestingu á tryggingu og skráningu hjólsins, ökuskírteini og undirrita ábyrgðaryfirlýsingu vegna keppninnar.
Nánari dagskrá birtist von bráðar.