Viðbúnaður fyrir keppnina er heilmikill, 160 lögreglumenn verða á vakt í kringum keppnina.
Að þessu sinni eru 510 keppendur frá 30 löndum.
Fyrstu keppendur sem fóru af stað voru finninn Jari Mattila(KTM), bretinn Tom Sagar(KTM) og argentínumaðurinn Franco Caimi(Yamaha) en keppendur eru ræstir 3 í einu með 1 mínútu millibili.
Forustulið eftir fyrsta dag eru Frakkar í heimsbikarnum og Spánverjar í keppni ungra ökumanna.
Röðin í heimsbikarnum er svo eftirfarandi:
Finnland – Ítalía – Svíþjóð – England – Holland – Chile – Ástralía – Bandaríkin – Tékkland – Þýskaland – Venesúela – Kanada – Japan – Grikkland – Mexico – Ekvador – Ungverjaland og svo Úrígvæ.
Í keppni ungra ökumanna eru eins og sagt var Spánverjar í fyrsta sæti og röðin svo eftirfarandi:
Frakkland – Ítalía – Ástralía – England – Finnland – Þýskaland – Bandaríkin – Chile – Argentína – Svíþjóð – Tékkland – Nýja Sjáland – Mexico og Kolombía.
Í kvennakeppninni eru Bandaríkin í forustu og svo Svíþjóð, Frakkland og Þýskaland.
Á fyrsta degi duttu 59 keppendur út.
Kv.
Dóri Sveins