Í gær, sunnudag, lögðu af stað 5 vaskar konur til að taka þátt í stærstu keppni sinnar tegundar fyrir konur. En þetta er WMA CUP ’07, sem er opin bikarkeppni í Bandaríkjunum. Í þessari keppni eru skráðar margar af helstu kvennökumönnum heimsins í dag og má þar nefna Tarah Gieger o.fl.
Að sjálfsögðu eigum við á litla Íslandi 5 keppendur í þessari keppni eins og áður hefur verið sagt og eru það eftirfarandi kjarnakonurnar í stafrófsröð:
Aníta Hauksdóttir #310
Björk „brjálaða Bína“ Erlingsdóttir #656
Karen Arnardóttir #132
Margrét Mjöll Sverrisdóttir #686
Theódóra „Tedda í Nitró“ Heimisdóttir #610
Með þeim í för eru Haukur, Sverrir og Óliver Örn. Haukur mun jafnframt taka þátt í keppni sem verður haldin þarna samhliða. Sverrir mun reyna að koma upplýsingum á framfæri í gegnum bloggsíðuna sína www.sveppagreifinn.blog.is og einnig mun hann senda póst á motocross.is.
Við óskum keppendum velfarnaðar í þessari stóru keppni og hlökkum til að fylgjast með ferðasögunni. En hér má finna upplýsingar um keppnina (http://www.womensmotocrossassociation.com/) og einnig blaðatilkynningu þar sem íslensku keppendurnir eru að sjálfsögðu nafngreindir sérstaklega (http://www.womensmotocrossassociation.com/news/2007/news_World_Champ_11-09-07.htm)