Um síðustu helgi fóru fimm kjarnakonur til Floresville í Texas til að taka þátt í einu stærsta bikarmóti kvenna í motocrossi í Ameríku. Keppnin heitir WMA Drill Tech Cup ’07 og voru engin smá nöfn sem voru á meðal keppenda sem kepptu í "Pro" flokknum og má þar nefna Katherine Prumm sem er núverandi FIM heimsmeistari kvenna, Elin Mann frá Svíþjóð, Sherri Cruse frá USA, Ashley Fiolek sem er ótrúlegt efni og er aðeins 16 ára gömul. En Ashley er jafnframt heyrnarlaus og því er árangur hennar ennþá áhugaverðari. Tarah Gieger guggnaði á því að koma og spurningin er hvort hún hafi þorað að mæta Katherine Prumm? Það verður þó að telja að veðurfarslegar ástæður hafi dregið úr áhuga hennar frekar en sjálf samkeppnin. En aðstæður fyrri hluta keppninnar voru jafn góðar eins og þær urðu erfiðar í seinna hluta keppninnar, þegar að það fór allt á flot síðustu 2 dagana af mótinu. Varð brautin eitt drullusvað og mjög sleip. Áttu mjög margir keppendur í miklum erfiðleikum við þessar aðstæður.
Sannarlega glæsilegur árangur hjá þeim stelpum og óskar motocross.is þeim til hamingju með árangurinn. Það verður spennandi að sjá hvað þær koma til með að gera á komandi tímabili ef þær halda áfram á þessari braut. En ljóst er að íslenskir keppendur eiga fullt erindi á erlend mót. Ekki má að lokum gleyma þætti Hauks Þorsteinssonar #10 þ.e Haukur í Nitró en keppni í karlaflokkum var keyrð samhliða kvennakeppninni. Hann náði þeim árangri að ná 8. sæti í Over 40 Amateur, 14.sæti í Over 25 Amateur og að lokum 26. sæti í 125cc C (Novice).