ERZBERG keppnin er oft talin ein erfiðasta endurokeppni í heiminum og er hún haldin árlega á “Járnfjallinu” svokallaða í Austurríki.
ERZBERG svæðið er alveg einstakt og hefur það skapað sér mikilvægan sess hjá keppendum á mótorhjólum og þá sérstaklega vegna hinnar frægu ERZBERG Rodeo keppni.
Síðastliðin 13 ár hefur hún dregið að sér mótorhjólaáhugamenn
hvaðanæva úr heiminu til þessa litla Austuríska héraðs Styria og koma keppendur úr öllu hjólasporti og þykir það gríðalega mikil heiður að klára þessa keppni.
Í keppnina koma meistarar víðsvegar úr heiminum til að keppa milli sín um að sigra „Járnrisann“ má þar á meðal nefna David Knight, Travis Pastrana ofl.
Erzberg keppnin er ekki síður fræg fyrir veisluna sem slegið er upp á hverju kvöldi í kringum keppnina í hinu risastóra „bjórtjaldi“.
Þar er djammað og leikið sér framá nótt.
Stór hluti keppenda keppir á KTM hjólum og varð það til þess að
Austuríski hjólaframleiðandinn ákvað að endurnýja styrktasamning sinn
til 3ja ára í viðbót.
Annar stór styrktaraðili sem einnig er Austurískur er orkudrykkjarfamleiðandinn Red Bull og hápunkturinn í þessu samstarfi er að sjálfsögðu ERZBERG Rodeo keppnin en hún er kölluð Red Bull Hare Scramble og fer fram við smábæinn Eisenerz.
Næsta keppni verður haldin dagana 23-25 maí 2008 og nú þegar eru skráningar farnar að hrúgast inn og er stutt í að listinn fyllist en keppendurfjöldinn sem kemur á hverju ári með það í huga að sigra Járnrisann er takmarkaður við 1300.
Með þessum styrktarsamning hefur KTM fengið að kynna keppnina í hinum stóra ævintýraferðabækling sínum(KTM Adventure Tours Catalog) fyrir árið 2008.
Þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig í þessari keppni geta nálgast allar upplýsinga um hana og skráningarferlið inná vefsíðunni www.ktmadventuretours.com
Einnig eru upplýsingar um keppnina hérna www.erzbergrodeo.at
Dóri Sveins