Mikill áhugi er fyrir krakkakrossinu á sunnudaginn og stefnir í mikið fjör. Dagskrá sunnudagsins kemur hér á eftir. Hún getur riðlast lítið eitt en leggjum áherslu á að fólk mæti tímanlega. Áhorfendur, afi og amma eru velkomin.
Foreldrar eru minntir á að hvetja krakkana til að sýna öruggan akstur, hafa gaman af þessu og nota hlífðarbúnað. Við erum að stíga fyrstu skrefin í þessu.
Eitt að lokum, gott er ef foreldrar bjóða sig fram að fyrra bragði til að standa við brautina, hjálpa öllum krökkunum og sjá til þess að allt fari vel fram.
Og foreldrar athugið, gangsetning hjólanna utan reiðhallarinnar er bönnuð.
10.30 Mæta þeir aðilar sem ætla að kynna 50cc hjól og öryggisbúnað.
11:30 Mæta foreldrar með börnin sín og hjólin
12:00 Farið yfir helstu öryggisatriði – æfing hefst.
12:30 Jólasveinninn mætir og ætlar að prófa crossara.
13:00 Seinni hluti æfingar.
13:30 Kakó og piparkökur á kaffistofunni.