Sælir félagar.
Í gær var dreift á Alþingi fyrirspurn minni til umhverfisráðherra um stöðu vélhjólaaksturs á Íslandi. Fyrirspurnin tengist skýrslu sem unnin var af félögum úr umhverfisnefnd VÍK og öðrum hagsmunaaðilum s.s. Umhverfisstofnun, Sambandi íslenskar sveitarfélaga, Vegagerðinni og Landvernd . Félagar sem unnið hafa að skýrslunni eru aðallega þeir Jakob Þór Guðbjartsson, Leópold Sveinsson, Gunnar Bragason, Einar Sverrisson og Ólafur Guðgeirsson. Þar sem ég bið um skriflegt svar má búast við að ráðherrann skili því inn á Alþingi eftir 2-3 vikur.
Hér er fyrirspurnin http://www.althingi.is/altext/135/s/0600.html
Hér er umhverfisnefnd VÍK að störfum http://siv.is/i_mynd/myndir.lasso?id=11299
Kveðja,
Siv Friðleifsdóttir.