Úrslit úr 2.umferð í Íscrossi

Mótið á laugardag tókst í alla staði mjög vel og var hörku barátta í báðum flokkum.

Í kvennaflokki urðu úrslitin þessi:
1. Signý Stefánsdóttir
2. Andrea Dögg Kjartansdóttir
3. Hulda Þorgilsdóttir

Í standardflokki urðu úrslitin þessi:
1. Kristófer Finnsson
2. Pálmar Pétursson
3. Jóhann Gunnar Hansen

Þau leiðu mistök urðu við verlauanaafhendingu að Finnur Bóndi var sagður í þriðja sæti, en hið rétta er að Jói Startsveif tók þriðja sætið. Það voru ákveðnir byrjunarörðugleikar í tímatökunum og útreikningum á úrslitum, en nýjir menn eru búnir að taka við af Einari Smára. Þrátt fyrir þessa byrjunarörðugleika eiga þeir hrós skilið fyrir vel unnin störf. Það verður væntanlega einhver bið í að úrslitin verði lesin inná www.mylaps.com en þetta kemur allt saman.

Dalli ljósmyndari var á staðnum (Sjá myndir hér), en okkar ljósmyndari var líka á staðnum og tók slatta af myndum og má skoða þær hér

Svo verður þriðja og síðasta umferðin að morgni 8. mars, en Mývatnsmótið í snocrossi fer fram sama dag eftir hádegi.

Kveðja úr Mývatnssveitinni,
Stefán Gunnarsson

Skildu eftir svar