Siv Friðleifsdóttir alþingismaður hefur sent vefnum eftirfarandi bréf:
Heil og sæl.
Í gær var dreift á Alþingi fyrirspurn minni til umhverfisráðherra um kortlagningu vega og slóða á hálendinu og samráð um þau mál við ferða- og útivistarhópa s.s. Ferðafélag Íslands, Útivist, Ferðaklúbbinn 4×4, mótorhjólaklúbba og samtök hestamanna áður en tillögur verða lagðar fram um hverju skuli halda opnu/lokuðu.
Hér er fyrirspurnin: http://www.althingi.is/altext/135/s/0752.html
Fyrirspurnin er eftirfylgni við svar ráðherra frá því um daginn um stöðu þeirra sem nýta vélhjól til útivistar og ferðalaga.
Hér er svarið frá því um daginn: http://www.althingi.is/altext/135/s/0653.html
Búast má við skriflegu svari frá ráðherra skömmu eftir páska.
Kveðja,
Siv Friðleifsdóttir