VÍK hefur fest kaup á miklu "háhýsi" sem ætlað er að vera aðstaða fyrir tímatökubúnað og keppnisstjórn í framtíðinni. Turninn var keyptur af Íþróttafélaginu Reyni í Sandgerði og voru kaupin veglega styrkt af Opnum Kerfum.
Kristján Grétars. og Jón Gunnar Kristjánsson, bílstjóri, stóðu í ströngu við flutninga í gær og Garðar hamaðist á meðan, við að ýta til ógrynni af snjó svo pláss væri fyrir ferlíkið á planinu. Ekki hefur endanleg staðsetning verið ákveðin en Turninum verður fluttur á sinn endanlega stað þegar snjórinn fer og jörð þornar.