Mosfellsbær er að verða að motocross höfuðborg landsins. 2/3 af landsliðinu búa þar og margir efnilegir ökumenn einnig. Nú er það staðfest að bæjarfélagið hefur ákveðið að útvega landssvæði undir motocross braut fyrir MotoMos. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosó staðfestir þetta í viðtalið mið fréttablaðið Mosfelling í vikunni.
Sjá grein úr Mosfelling "hér"
Einnig hefur heyrst frá Selfossi að nýtt 6 hektara svæði sé í undirbúningi fyrir Motocrossdeild Ungmennafélagsins Selfoss (áður MÁ) sem verður við flugvöllinn á Selfossi. Sú braut gæti orðið tilbúin árið 2009.