Snjórinn er aðeins farinn að gefa eftir og um helgina var byrjendabrautin í Bolaöldu rudd og er vel fær núna en eins og áður aðeins fyrir litlu hjólin. Talsverðum snjó var rutt úr stóru brautinni til að brautin verði sem fyrst tilbúin sem fyrst þegar fer að hlána. Garðar er að mæta til starfa og verður á staðnum framvegis að vinna á jarðýtunni eða öðrum verkefnum á svæðinu.
Talsvert hefur verið keyrt á harðfenni á svæðinu að undanförnu en því miður er algengt að sjá spólför eftir nagladekk í gróðurblettum. Þetta eru för sem verða enn greinilegri þegar snjórinn fer og geta kallað á meiri umferð eða vatnsskemmdir. Vinsamlegast passið ykkur á þessu ef þið farið í harðfennistúra.
En sem sagt vorið er að koma, byrjendabrautin í Bolaöldu opin og miðarnir fást á kaffistofunni eins og vanalega – góða skemmtun.