Hið árlega Tunis Rallý, eða "litla Dakar", hefst eftir rétta viku þ. 23. apríl.
Tveir íslendingar taka þátt að þessu sinni í þessari 4.123 km löngu akstursþraut – þar af eru um 2.800 km í sérleiðum.
Þeir Karl Gunnlaugsson og Jóhann Halldórsson, hafa verið á haus undanfarið við almennan undirbúning og leggja síðustu hönd á "hjólasmíðina" um helgina. Þeir aka báðir á nýjum KTM 530 EXC-R hjólum, sem verða sérstaklega útbúin fyrir keppnina. Skráning, skoðun og start fer fram í Marseille í Frakklandi. Þeir búast sterklega við því að klára í það minnsta fyrstu dagleiðina, en hún er heilir 10km + 2,5km sérleið. 🙂 En svo æsast leikar fljótt og á næstu 9 dögum verða keyrðar sérleiðir sem eru á bilinu 200 km uppí 500 km. Heimasíða keppninnar er www.npo.fr
Fréttastofa Motocross.is tók hús á Karli Gunnlaugssyni og hafði hann þetta að segja um málið:
"..þetta er búinn að vera ótrúleg vinna í pappírsmálum og Frakkarnir sem skipuleggja þetta eru ekki mikið fyrir Enska tungu. Bólusetningar, FIM alþjóðaskirteini, panta dekk, panta hjól, panta dót til að smíða hjól, panta E-track á hjól + senital + GPS, tryggingamál, senda passa til Tyrklands í Arabíska þýðingu, safna saman neyðarblysum og hinum ýmsu hlutum. Við höfum skipt með okkur verkum – ég hef séð um hjólamál og Jói, sem er staddur í "Team Iceland Rally Headqurters" á Ítalíu, hefur séð um samskipti við keppnishaldara, útvegað tjöld, svefnpoka o.fl.
Staða hjólamála er á þá leið að tvö ný KTM 530 EXC-R eru komin til Ítalíu skráð á KTM Austria með alþjóðlegri tryggingu sem gildir í Evrópu og Túnis, og svo þurftum við sér tryggingu og skráningu hjá keppnishaldara fyrir Lýbíu.
Í gær fengum við til Ítalíu 8 kassa af aukahlutum sem við komum til með að nota í breytingar á hjólunum.
Við tókum reyndar þá ákvörðun að skrá okkur í nýjan flokk sem heitir Enduro Cup en þar fáum við bensín á 80 km fresti í stað 160-250 km. Þessi ákvörðun var tekin vegna tíma og þekkingarleysis, það er að segja að Mecca System í Frakklandi voru ekki 100% klárir með íhluti í Rally útfærslu af KTM 530 EXC-R hjólið. Þetta þýðir að við getum keyrt á léttari hjólum með aðeins 13L tank.
Aðalmarkmiðið með þessari keppni er að sækja reynslu og þekkingu – Tunis Rally er næst stærsta keppnin á eftir Dakar og er þetta 27unda árið sem hún er haldin…"
———————————————————–
Dagskrá félagana er einhvern vegin svona:
19.04. KG flýgur til Ítalíu
20.04. 2x KTM 530 EXC-R hjól smíðuð og breytt í Rally light mean racing machine.
21.04. Hjólasmíði kláruð, farið yfir búnað ofl. og keyrt til Marseille í Frakklandi um kvöldið.
22.04. Skráning og skoðun hjóla í Marseille
23.04. Kynning á keppendum og græjum í Marseille, 2,5km. Sýningar tímatökuhringur í miðborginni
24.04. Sigling frá Marseille til Tunis
25:04. Uppskipun í Tunis, fyrsta leið, 437 km til Matmata
26.04. 2 leið Matmata til Nalut í Líbíu, 437 km.
27.04. 3 leið Nalat til Al Qaryat, 387 km.
28.04. 4 l eið Al Qayrat til Idri, 623 km.
29.04. 5 leið Idri til Idri létt dagsferð úti í Sahara, 426 km.
30.04. 6 leið Idri til Sinawin, 625 km.
01.05. 7 leið Sinawin til El Borma, aftur til Tunis, stuttur dagur "aðeins" 488 km.
02.05. 8 leið El Borma til Ksar Ghilane, 330 km.
03.05. 9 leið Ksar Ghilane til Djerba – Endastöð.!!, 338 km.
04.05. Sigling frá Djerba til Marseille í Frakklandi.
05.05. Uppskipun í Marseille, akstur til Lucca á Ítalíu.
06.05. Hone sweet home, flug Lucca – Stansted – Reykjavík og ænintýrinu lokið.
Total: 4.123 km. þar af ferjuleiðir 1.240 km. og sérleiðir 2.883 km.