NÝTT NÝTT – Árskort í brautir VÍK

Félagsmönnum VÍK stendur nú til boða að kaupa árskort í brautir félagsins.
Árskortið kostar kr.  25.000,- og gildir út árið.   Árskort fyrir minni hjólin kostar kr. 12.500,-
Fyrir utanfélagsmenn kostar kortið 45.000 kr. og 22.500 fyrir minni hjólin. Aðild að VÍK er því fljót að borga sig þó menn geti að sjálfsögðu keppt fyrir sitt heimafélag áfram.
Kortin verða til sölu hér á Motocross.is (Félagakerfi) og verða skráð á viðkomandi notanda.  Eigandi kortsins má einn nota kortið, óháð því hvaða hjóli hann ekur, en verður alltaf að hafa kortið á hjólinu á greinilegum stað. Það er engin spurning að kortið er frábær kostur – bara þægindin við að þurfa ekki að koma við á bensínstöðinni  er hellings virði!

Kortið gildir í báðar brautir félagsins, Álfsnesi og Bolaöldu. Á næstu dögum munu dagsmiðar í brautirnar hækka í kr. 1.300,- fyrir félagsmenn og kr. 1.600,- fyrir aðra, enda hefur uppbygging þeirra verið mjög kostnaðarsöm og lækkar ekki á þessum síðustu og “verstu” tímum. Álfsnesið er mjög gott um þessar mundir og í Bolaöldu er komin ein besta aðstaða landsins. Þar verður í sumar sett upp, til viðbótar, vökvunarkerfi, þvottaaðstaða og mögulega lýsing fyrir haustið. Verkefnin eru því mörg og kröfurnar miklar og þá verður félagið að hafa fé til að standa undir þeim. Fyrir þá sem hjóla mikið er árskortið frábær leið til að spara auk þess sem félagið fær peningana hraðar og getur því haldið áfram að framkvæma.
 
Kortið eru í plasti og auðvelt verður að "strappa" það fast á t.d. framdemparann.  Sama regla gildir um árskortin og aðra brautarmiða – miði sem ekki er á hjólinu er ógildur miði!  Eingöngu skuldlausir félagsmenn geta keypt árskort.

Smellið hér til að kaupa kort fyrir stórt hjól

Smellið hér til að kaupa kort fyrir lítið hjól

Skildu eftir svar