Tunis rallinu lokið hjá Kalla og Jóa!

Ekki voru heilladísirnar með ofurhugunum, þeim Karli Gunnlaugssyni og Jóhanni Halldórssyni, í gær.  Þeir voru á annarri dagleið af tíu í Rally de Tunisie,  frá Matmata til Nalut í Líbíu (437 km), þegar mótorinn í hjóli Jóhanns bilaði.  Í kjölfarið þurfti Karl að draga Jóhann fleiri hundruð km í eyðimerkursandinum. 
Kapparnir eru nú í ferju á leið til Ítalíu, en þeir voru báðir á nýjum sérútbúnum enduró-hjólum. Líklegast var um mótorgalla að ræða.  Þeir eiga að sjáfsögðu alla samúð fréttastofu motocross.is, enda margra mánaða undirbúningur farinn fyrir lítið.


Skildu eftir svar