Hann er heldur betur flottur á því bóndinn á Hákoti í Þykkvabæ, búinn að opna fjöruna fyrir hjólafólki (1000 kall dagurinn) og kominn með heimasíðu með herlegheitunum.
sjá fréttatilkynningu hér..
Velkomin á vefsvæði Þykkvabæjarfjöru www.fjaran.com. Öll hjól eru
velkomin á svæðið en gæta skal varúðar við akstur, að grænum svæðum
sé hlíft og tillit tekið til íbúa Þykkvabæjar því bannað er að taka
hjólin af kerrunum í hverfinu.
Þegar ekið er niðrí Þykkvabæ frá Hellu er ekið til hægri, haldið
áfram framhjá kirkjunni og Hákoti og loks er beygt til vinstri þar
sem merkt er Þykkvabæjarfjörur. Þaðan er ekið niður í fjöru eftir
slóðanum og hjólin tekin af á merktum svæðum. Athugið að slóðin er
eins og er aðeins fær fjórhjóladrifnum ökutækjum.
Fjaran er opin allann ársins hring og kostar kr. 1.000.- dagurinn
fyrir hvert hjól. Greiðslu skal inna af hendi áður en haldið er af
stað með því að leggja inn kr. 1.000.- á reikning Þykkvabæjar.
Reikn.nr. 0308-13-700366. Kennit. 220359 4849.
Ökumenn eru á eigin ábyrgð í fjörunni. Landeigendur taka enga ábyrgð
á fólki, hlutum eða ökutækjum sem kunna að verða fyrir tjóni eða
skemmdum í Þykkvabæjarfjöru. Góða skemmtun.