Það er óhætt að segja að Krakkadagurinn í Sólbrekku hafið tekist vel
Veðrið lék við okkur og fengum við “nánast logn í Sólbrekkunni “ svo ekki sé meira sagt. Sum krakkanna voru svo spennt að þau mættu hálf svefnvana enda komin á fætur fyrir allar aldir og löngu tilbúin og farin að reka á eftir foreldrum að drífa sig af stað svo mikil var tilhlökkunin. Frábært að heyra sögurnar af þeim !
Krakkarnir sýndu snilldarakstur þó brautin væri mjög blaut á köflum en búið var að taka út verstu kaflana. Ótrúlegt samt hvað þau komust á hjólunum og sýndu þau sum hver frábær tilþrif í mestu drullunni. Sannkallaður krakka – drullu – dagur. Mörg framtíðar meistaraefni þar á ferð. Öll voru leyst út með viðurkenningu og að sjálfsögðu var grillað ofan í mannskapinn.
Nú byggjum við okkur upp í vetur og endutökum leikinn vonandi snemma að vori.
Sérstakar þakkir fær Arnar hjá Hellusteini fyrir einstök liðlegheit á gröfuláni.
Við hins vegar hjá VÍR viljum þakka ykkur öllum sem komuð og tóku þátt með okkur og vonum að þið hafið haft jafn gaman af og við.
Fleiri myndir koma inn á www.vir.is um helgina.
Kveðja
Púkadeild VÍR