Vefstjóri heyrði rétt í þessu aðeins í Aroni Ómarssyni en hann og Bryndís Einarsdóttir klára Evróputúrinn sinn um helgina. Þau eru búin að vera á flakki í um 3 vikur og komið víða við. Túrinn byrjaði í Bretlandi þar sem æfingar voru í viku fyrir MXoN þar sem Aron stóð sig með prýði. Strax eftir keppnina fóru þau til Hollands þar sem hjólað var í sandbrautum í 4 daga t.a.m. Lommel og gekk það vel fyrir utan að Bryndis meiddist aðeins á öxl. Um síðustu helgi keppti Aron svo í sænska meistaramótinu og var hann í 26. og 24. sæti í moto-unum tveimur í úrhellisrigningu.
Nú um helgina er svo lokaumferðin í sænska meistaramótinu og þá kemur Bryndís tilbaka eftir meiðslin og Aron ætlar sér að ná enn betur.
Við hér á vefnum óskum þeim góðs gengis og fylgjumst með framvindunni.