Formúlu 1 Motocrosshjól !?!

Það er alltaf gaman að sjá ný hjól. Þetta er með þeim flottari sem maður hefur séð og heitir WRM 450.
Mennirirnir bak við hjólið eru Alex og Yuri Balestra sem eiga verksmiðju sem sérhæfir sig í carbon fiber pörtum fyrir Formúlu 1 bílana, fjallahjól og fl., Secondo Leoni hjá GL Products, virtur ráðgjafi fyrir suma evrópsku

 
hjólaframleiðendurna sér um hönnunina á stellinu og Iller Aldini er
maðurinn bak við mótorinn, en hann hefur unnið með Suzuki og Yamaha við
uppsetningu og hönnun á factory motocrosshjólunum.

{mosimage}

Sem dæmi þá er
afturgaffallinn allur úr carbon fiber ásamt hluta stellsins, tanksins …..
og reyndar er alveg sama hvar á hjólið er litið, það virðist allt vera úr fiber sem hægt er að smíða úr fiber.  Þá er ekkert sparað í því sem er smíðað úr títaníum eins og
pústið of fleiri hlutir. Mikla athygli vekur að halli framgaffalsins 
er stillanlegur þannig að menn ættu að geta sniðið hjólið algerlega að
sínum þörfum. Kapparnir setja markið á að vera með í nokkrum keppnum í
seinni hluta MX GP í sumar. Trúlega það eina sem verður stórt og þungt
í sambandi við þetta hjól er verðmiðinn….. en hann er ekki tilbúinn
ennþá. Skoðið heimasíðuna hjá WRM en þar eru margar myndir í miklum gæðum og frekari upplýsingar.

Skildu eftir svar