Svíinn og Husqvarna ökumaðurinn Anders Eriksson er svo sannarlega þungavigtarmaður í sportinu. Þessi sænski jaxl á að baki 7 heimsmeistaratitla í þolakstri á tímabilinu 1995 – 2003, þar af 4 í aðalflokknum (500cc). Hann hefur einnig orðið Þýskalandsmeistari og sigurvegari í hinni erfiðu argentísku keppni Enduro del Verano –
{mosimage} þrjú ár í röð! Í Svíþjóð hefur hann unnið “Svíþjóðar-klaustrið” sem kallast Novemberkåsan og árið 1999 fékk hann sænsku nafnbótina “Bifhjólamaður ársins” í öllum flokkum. Þess má geta að hann er í dag á fullu að keppa í heimsmeistaramótinu í Enduro, lenti í 4. sæti í síðustu keppni ( 8. maí á Ítalíu) og er í þriðja sæti í mótaröðinni.
Að fá svona kappa til Íslands til að keppa í sinni grein á Klaustri jafnast á við að fá Schumacher til að keppa í götuspyrnu Bílaklúbbs Akureyrar 17. júní…!!!
Strákarnir í Pukinn.com eru á kafi í að skipuleggja komu hans til landsins og lána honum Husqvarna hjól fyrir keppnina. Þetta er frábært framtak hjá Púkanum og vonandi koma sífellt fleiri þungaviktamenn á Klaustur í framtíðinni.
Fyrir þá sem vilja forvitnast meira um kappann er bent á www.ae-racing.com og www.pukinn.com