Félagsgjöldin – borga á netinu – happdrætti og afslættir

Þá er komið að félagsgjöldunum. Klausturskeppnin er á laugardaginn og þá þurfa allir keppendur að vera búnir að borga. VÍK félagar geta greitt félagsgjaldið með kreditkorti í gegnum félagakerfið hér til hliðar. Þeir sem ekki hafa kreditkort geta sent póst á vik@motocross.is og við sendum reikningsupplýsingar á viðkomandi. Boðið upp á happdrætti fyrir alla sem greiða félagsgjaldið fyrir 1. júlí.

Glæsilegir vinningar verða í boði s.s. tvenn gleraugu og hanskar frá Nítró, topplyklasett frá Byko, Scott gleraugu frá JHM Sport, þrjár IXS treyjur frá Arctic Trucks, Kyoto afturdekk frá Púkanum og margt fleira (meira um það síðar) þannig að detta einhverjir í lukkupottinn sem greiða snemma.

{mosimage}

Sem fyrr bjóða fjölmargir aðilar upp á afslætti til félagsmanna VÍK þannig að kortið ætti að vera fljótt að borga sig.

Þeir sem ekki verða búnir að greiða félagsgjaldið fyrir þann 15. júní fá sendan greiðsluseðil en til að mæta kostnaði félagsins við það mun bætast 300 kr. kostnaður á seðillinn þannig að það er um að gera að borga félagsgjaldið sem fyrst.

{mosimage}

Því miður misfórst útsending einhverra félagsskírteina á síðasta ári og við biðjumst velvirðingar á því. Nú er verið að útbúa möguleika í félagakerfinu þannig að allir sem eru búnir að greiða félagsgjaldið geti prentað út sitt félagsskírteini sjálfir. Þetta klárast vonandi í kvöld eða á morgun.

Við verðum í skráningartjaldinu á Klaustri með upplýsingar um hverjir eru búnir að greiða þannig að þar verður ekki nauðsynlegt að framvísa kvittun.  Við getum líka tekið á móti greiðslum þar en það er best að vera búinn að þessu fyrir keppnina.

Skildu eftir svar