Hér má sjá 3 video frá Horn í horn túrnum hans Einars Sverrissonar. Svavar Kvaran félagi Einars setti klippti myndirnar um túrinn. Smellið á (more…) hér fyrir neðan til að sjá hina tvo þættina.
3. Þáttur af Horn í Horn – Túrinn
Þriðji og síðasti hluti seríunnar þar sem sagt er frá túrnum
Allt gekk upp eins og best var á kosið og landið þverað á rúmum 15 klst.
1. Þáttur af Horn í Horn – Flugið
Hér er sagt frá undirbúning ferðarinnar og skemmtilegum flugtúr sem farinn var til að koma fyrir bensíni á hálendinu
2. Þáttur af Horn í Horn – Brottförin
Myndir teknar við undirbúning ferðarinnar kvöldið sem Einar lagði í hann.
Rosalegur snillingur ertu kall 🙂
Fátt sem jafnast á við svona svera túra.
Flott videoseria, gaman að þessu 😉
Já – ekkert mál fyrir svona alvöru KEPPN.IS kall! 🙂 Frábært hjá, EiS. Gaman að sjá myndböndin.
Já, þetta var heldur betur heljarinnar túr. Ég held að EiS sé búinn að setja þetta efst á listann:
„Ten things you must do before you’re 50“ 🙂
Helvíti flott, gaman af svona og sérstaklega þegar þetta er documenterað svona, algjör snillingur.
Já þetta er ævintýralegt. Uppáhaldsskotið mitt er non-headcam skotið sem er einfaldlega á heimsmælikvarða
Eðall.
Ein smá athugasemd þó. Hann stoppar á Þórshöfn, en ekki Raufarhöfn eins og segir í myndbandinu (til að hitta frúna).
Það er ekki gott að heyra, því það er bara ´pláss fyrir einn Einar-áttavillta á þessu landi !! hehehehe
Hmmm Já þið eruð glöggir! Það stendur Raufarhöfn..en.. rétt !..ég fékk bensín, pulsu og hvatningar-koss á Þórshöfn. Kvikmyndagerðarmaðurinn Svavar Kvaran eitthvað ruglast í öllum þessum smábæjum á norðaustur horninu 😉