Mánudaginn 29. desember ætla Slóðavinir að hita aðeins upp fyrir Dakar keppnina sem hefst þ. 3. jan 2009.
Allir Dakar aðdáendur velkomnir og mega bara alls ekki láta þetta uppfræðandi kvöld fram hjá sér fara.
Við byrjum á léttri yfirferð ‘Dakarsins’ (Dóra Sveins) um upphaf og sögu Dakar keppninnar.
Þá lætur Hjörtur ‘Líklegur’ nokkrar útvaldar mannraunasögur flakka úr keppninni.
Síðan fer Einar ‘Horn í Horn’ Sverrisson yfir undirbúnings- og reglumál keppninnar.
Síðast, en fráleitt síst, ætlar Karl ‘Desertfox’ Gunnlaugsson að miðla úr visku- og reynslubrunni sínum. Hann lumar vafalaust á spennandi sögum, enda sá íslendinga sem hvað mest hefur spólað í erlendum sandi. M.a mátti sjá spólför eftir hann í Dubai hér á árum áður og svo nýverið í Tunis.
Eftir fjörug og myndskreytt framsöguerindi vindum við okkur í almennt spjall, búnaðarskoðun og laufléttar veitingar..!
Staðsetning og tími verður auglýst síðar.
Taktu kvöldið frá og gerðu klárt til að fylgjast með keppni allra keppna…. DAKAR 2009