Næturmotocross í Bolaöldu annað kvöld!!

Merkilegt þetta veður, nú er motocrossbrautin í Bolaöldu frostlaus og í frábæru standi og það um hávetur. Arnar Ingi #616 var þar í gær og brosti allan hringinn, brautin ófrosin, röttar í beygjum og pöllum og aðeins einn pollur. Það er því hugmynd að breyta næturenduroinu tímabundið í næturmotocross í brautinni annað kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20. Landsnet lánar okkur eitt mastur með kösturum sem stillt verður upp í brautinni ásamt bílum þar sem því verður komið við. Auk þess mæta menn bara með allan tiltækan ljósabúnað á hjólin og láta vaða í brautina. Það er spáð 5 stiga hita og lítils háttar rigningu þannig að veðrið spillir ekki fyrir. Slóðarnir eru væntanlega talsvert blautir þannig að þetta er það besta sem býðst. Heitt kaffi/kakó og piparkökur í húsinu. Skemmtum okkur í skammdeginu! 🙂

10 hugrenningar um “Næturmotocross í Bolaöldu annað kvöld!!”

  1. Verður hægt að mæta á cross hjóli þarna og hjóla eða er nauðsinlegt að vera með lýsingu á hjólinu?

  2. Það var ótrúlegt að horfa á þetta, ég fór út í braut á tveimur jafnfljótum til að reyna að taka eitthvað myndefni en tókst ekki mjög vel til. Sjá suma stökkva alla stóra pallinn í þessu skíta skyggni og grenjandi rigningu var magnað. Ég var á floti eftir mína útiveru, ég get rétt ímyndað mér hvernig hjólamennirnir voru. Takk fyrir skemmtilega uppákomu.

  3. Þetta vor flott að sjá og mig kitlaði svo í puttana að langa að fara þarna að hjóla þegar ég kíkti þarna við.
    En maður gerir það ekki með sauma 🙂 en er eithvað i hugsun að gera þetta vikulega ef hitastig leyfir

  4. verður brautin ekki öruglega opin um helgin alíka fyrir okkur sem eru ekki með ljós… 😀

Skildu eftir svar