Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir stendur fyrir vinnukvöldi í skúrnum næstkomandi þriðjudag, 10. mars, og verður kvöldið helgað blöndungnum. Mæting er að Skútuhrauni 4 í Hafnarfirði, bak við Mercedes Benz og GP Krana. Unnar Már Magnússon hjá Dynojet.is, og Hilde Berit Hundstuen, stjórnarmaður í Sniglum og Slóðavinum, ætla að fræða áhugasama um blöndunga, nálar, flotholt, hlutföll lofts og bensíns, lausagang, fúllt bensín í blöndungum, innsog og pöll svo eitthvað sé nefnt. Rifinn verður í sundur blöndungur og hann skoðaður hátt og lágt um leið og fræðin á bak við blöndungin verða krufin. Vandamál sem tengjst blöndungum geta verið þrálát og því er nauðsynlegt að kunna að bregðast rétt við og meta bilanir. Slóðavinir kvetja alla áhugasama til að mæta.
Kv. Jakob
Er öllum frjálst að mæta? Er eitthvað gjald?
Við bjóðum öllum sem áhuga hafa á að koma velkomna. Yfirlýst markmið kvöldsins er að þjóna stóru ferðahjólunum, en ég geri ráð fyrir að allir geti á einn eða annann hátt nýt sér kvöldið til að fræðast.