Heimsmeistaramótið í Motocross hefst á sunnudaginn. Fyrstu tvær umferðirnar verða í Faenza á Ítalíu og mæta 30 lið til leiks. MX1, heimsmeistararnir Steve Ramon og David Philippaert munu reyna að ná fyrri hæðum, en það verður ekki auðvelt þar eð fjöldi toppökumanna hafa sömu markmið og þeir. Meðal annarra mun MX2 heimsmeistarinn, Antonio Cairoli, reyna fyrir sér í fyrsta sinn í MX1. Eins og endranær verður ekkert gefið eftir fyrr en þeim köflótta er veifað.
Hver umferðin rekur aðra fram á haustið og endar veislan með ‘MX of Nations’ þann 3. og 4. október – að þessu sinni á Ítalíu.
Þeir sem hafa aðgang að ‘Motors TV’ geta fylgst með mótinu í beinni n.k. sunnudag. Útsending hefst kl. 10:00.