Fyrir fáeinum árum, var það fremur fátítt að torfæruhjólum væri stolið, en nú er tíðin önnur. Nú hefur þjófnuðum fjölgað það mikið, að nauðsynlegt er að læsa hjólinu í skúrnum, en það sem er verra er að sum hjólin hafa ekki enn fundist og eru um 30 hjól eftirlýst hjá Lögreglunni, það er 30 hjólum of mikið!
Það á ekki að vera hægt að fela hjól í þessu landi!
Við þurfum öll að hafa augun hjá okkur , enda er það allra hagur að ekki sé hægt að nota stolið hjól. Það að kaupa stolið hjól, er það sama og að brenna féð, því eignarrétturinn er alltaf eigandans.
VÍK hefur sett saman lista eins og í fyrra þar, sem stellnúmer og mótorstærð hjólanna koma fram en, því miður er listinn hjá Lögreglunni ekki svo ýtarlegur. Stellnúmer hjólanna er á stammanum, bakvið framljósið / kross-spjaldið, gjarnan er búið að slípa stellnúmer stolinna hjóla niður, en það er ekki hægt fela.
Verum vakandi og finnum hjólin!
2 hugrenningar um “Er hjólið þitt læst?”
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Af fenginni reynslu þá ættu þeir sem eru ekki með hjólin í kaskó að kaupa bruna- og innbrotstryggingu, sem er mjög ódýr. Ég hélt að almenn heimilistrygging tæki á þessu en hún tekur ekki á vélknunum ökutækjum, þannig að ef tjaldvagninum er stoliði úr skúrnum þá fæst hann bættur en ekki hjólið.
Bruna og innbrotstrygging getur líka náð til hjólabílsins, það þarf að biðja tryggingarfélagið um það sérstaklega.