Ný SUPERSPORT sería fer af stað á SIRKUS á FIMMTUDAGINN

Árið 2002 leit þátturinn LJÓSHRAÐI dagsins ljós.  Þátturinn var milliþáttaefni um jaðarsport, um 2-3 mínútur að lengd og sýnt á Skjá Einum.  Árið 2003 fór SUPERSPORT í loftið á PoppTíVí, sömu efnistök en þættirnir orðnir þroskaðri og um 5 mínútur að lengd.  Í sumar fer SUPERSPORT enn á ný af stað, í þetta skiptið á nýju

 sjónvarpsstöðinni SIRKUS.  SUPERSPORT er stuttur, hraður og ferskur þáttur um jaðarsport. Auglýsingaklippa um þættina verður sýnd daglega frá og með deginum í dag og fyrsti þáttur fer í loftið á fimmtudaginn kl. 19:50.  Fylgstu með frá byrjun.
SUPERSPORT er í boði Bernhard ehf. – Honda á Íslandi
Bjarni Bærings

Skildu eftir svar