Bolalda var í góðu standi í dag og er búið að taka alla brautina í gagnið. Aðstæður gerast ekki mikið betri en þær voru í dag, en hitastigið var yfir 10°C og blankalogn. Enda var troðfullt út úr dyrum, ef þannig má að orði komast. Einnig er orðið töluvert um það að fólk renni úr bænum, eftir að búið er að kaupa sér ísinn, til að kíkja á þá sem eru að hjóla og þá sérstaklega þá sem dúndra yfir stóra pallinn. Nú er bara um að gera að halda áfram þessum góða dampi sem var í dag og halda áfram að hjóla. Minnum á miða á Litlu-kaffistofunni og ítrekum aftur að enduroslóðarnir eru ennþá lokaðir.
Ein hugrenning um “Frábær dagur í Bolöldu í dag og mikið af fólki”
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Það var geðveikt í dag, gott að komast aðeins frá þessu kosninga rugli og fá smá sár á mjóbakið 🙂