Fréttatilkynning no 5 af 8.

Ágætu lesendur þá kemur mánaðarpistillinn, en í síðasta mánuði var farið fram á að lesendur færu að gerast hagyrðingar og barst þessi staka til undirbúningsaðila:
                                  Karlrembur í leðurbrók
                                  sem mótor-merum aka.
                                 Ætla að skunda á Sauðárkrók
                                 og hnakkskraut með sér taka.
Það tilkynnist hér með að 
fram að hátíðinni mun opinber heimasíða hátíðarinnar vera www.team-bacardi.tk og

  munu vefstjórar þar sjá um að koma inn með
skilaboð og myndir á milli fréttatilkynninga þegar með þarf og þurfa
þykir ásamt því að taka við skráningu í keppnirnar þegar að því kemur
(í apríl), en fljótlega verður hægt að sjá þar myndir af
keppnissvæðunum og reglur hverrar keppni fyrir sig.  
Þann 22 febrúar síðastliðinn hittust þeir aðilar sem hafa unnið að
undirbúningi þessarar afmælishátíðar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.  Á þeim
fundi var ákveðið að ekki verði aftur snúið hvað varðar þessa hátíð
dagana 16-19. júní.  Sveitarfélagið Skagafjörður mun sjá til þess að
tjaldstæðið verði tilbúið til notkunar og að allir gestir
tjaldstæðisins á Sauðárkróki þessa helgi séu í boði Sveitarfélagsins
Skagafjarðar.  Til að þakka fyrir þetta boð verður skipulögð
skrúðkeyrsla á Þjóðhátíðardaginn 17. júní í gegnum bæinn til handa
gestgjöfunum áður en farið verður í hópakstur ril Akureyrar (gert er
ráð fyrir að þetta verði eftir að eknar verði fyrstu tvær sérleiðirnar
í Enduro-Rallinu því þá þurfa keppnishjólin hvort sem er að komast í
hinn hluta bæjarins í lögreglufylgd og þar af leiðandi geta öll hjólin
verið með).
 Varðandi tjaldsvæðið þá er meiningin að hver klúbbur sé með sína götu
(Raftastræti, Vélhjólaíþróttastígur og Sniglagata svo tekin séu dæmi)
og einnig verður gata fyrir Óháða-bifhjólaklúbbinn, en við þá götu
verða þeir sem ekki eru í klúbbi eins og t.d. lögguhjólamenn á hjólum
frá ríkisslögreglustjóra (ef þeir mæta) og fl.. Á tjaldstæðinu verða í
gildi allmennar tjaldstæðareglur, en reynt verður að uppfylla óskir
allra eftir föngum ef um er að ræða sérþarfir.  Eins og margir hafa
tekið eftir er ekki skipulögð sérstök dagskrá á kvöldin fyrir utan
miðnæturkeyrslurnar að kvöldi 17. og 18.  og er það gert með það í huga
að gestgjafar á Sauðárkróki sjái um það.  Hins vegar hefur heyrst af 
mönnum sem ætla að taka gítarinn með, sér og öðrum til skemmtunar.
Einnig hafa heyrst þær raddir að karlakórinn Heimir (ekki Barðason) sé
farinn að æfa lagið Blindhæð og beygja eftir nafna sinn Barðason og að
ósk sveitarstjórans er Geirmundur Valtýrson búinn að “tjúna” lagið
Yamminn minn eftir Gunna Klút í Yammi 650, en þetta eru óstaðfestar
fréttir.
   Að lokum vilja undirbúningsaðilar minna á að í Skagafirði eru reknar
tvær netsíður með ýmislegt fréttateyngt efni og eru við þær tenglar á
margar ferða og þjónustusíður í Skagafirði. Þessar síður eru
www.skagafjordur.is sem er opinber fréttasíða sveitarfélagsins og hin
síðan er www.skagafjordur.com sem er létt fréttasíða sem rekin er af
einkaaðila.
Sé eitthvað sem þú lesandi vilt fá nánari svör við? Þá verður reynt að
bregðast við því ef þú sendir póst á netfangið liklegur@internet.is .
Bless í bili fyrir hönd undirbúningsaðila.
                                      Hjörtur Líklegur. 

Skildu eftir svar