Nú þegar US dollar er í sögulegu lágmarki gagnvart íslenskri krónu hugsa margir sér gott til glóðarinnar með innflutning á hjólum frá Bandaríkjunum. Þar sem verðið í
Nú þegar US dollar er í sögulegu lágmarki gagnvart íslenskri krónu hugsa margir sér gott til glóðarinnar með innflutning á hjólum frá Bandaríkjunum. Þar sem verðið í Bandaríkjunum er neglt fast fyrir árið þegar nýjar árgerðir koma á markað (ekki sveiflað eftir gengisþróun eins og hér) eru dæmi þess að jafnvel ný evrópsk hjól séu keypt þaðan á hagstæðara verði en umboðin hér geta boðið. Þetta er að sjálfsögðu bagalegt fyrir íslensku umboðin en svona er þetta bara og þau verða bara að bjóða betri verð til þess að mæta þessu ;-). Auk þess má jú ekki gleyma að þau fá sinn skerf af varahlutasölu í þessi hjól. Eins og margir vita þá hef ég haldið uppi stífum áróðri fyrir því að menn götuskrái öll ný endurohjól þar sem þessi svokallaða torfæruskráning er á mjög gráu svæði. Ég veit til þess að menn hafa einnig breytingaskráð eldri endurohjól og síðastliðin ár hefur töluverður hluti þeirra verið fluttur inn frá Bandaríkjunum. Ég skaut inn klausu um daginn um það að Umferðarstofa hefur gert breytingar þess efnis að nú verður að framvísa vottorði framleiðenda um að viðkomandi ökutæki mæti mengunarkröfum til þess að hægt sé að breytingaskrá eldri hjól. Íslensku umboðin vilja að sjálfsögðu ekki aðstoða menn við að útvega þessi vottorð og af þeim völdum eru eigendur þessara hjóla í erfiðri stöðu. Það er rétt að taka það fram að öll nýrri hjól sem koma frá Bandaríkjunum mæta fyllilega þessum mengunarkröfum. Ég vil því benda þeim aðilum sem hafa hug á að flytja inn Endurohjól frá Bandaríkjunum að þeir verða að biðja söluaðilann þar að skaffa þeim U.S. EPA Certificate of Conformity fyrir þetta tiltekna hjól. Ef menn vilja breytingaskrá eldra hjól þá er hægt að skrifa til viðkomandi framleiðenda í USA og biðja um þetta skýrteini. Ég veit til þess að það hefur gengið.
Kveðja
Aron{mospagebreak}{mospagebreak}{mosimage}