Húsnæði VÍK í Álfsnesi fékk að finna fyrir veðurguðunum síðustu daga og því miður þurfti að láta í minnipokann fyrir „Kára“. En húsið hefur hreinlega tekist á loft og splundrast. Má sjá leifarnar af húsinu á myndinni hér með þessari frétt, en húsið var lokað fyrir veðri og vindum í fyrra en það hefur greinlega ekki dugað til. En til stóð að mála það og fleira, en það kemur ekki til þess að fyrrgreindum ástæðum. Nú auglýsir VÍK eftir velunnara sem er tilbúin að láta VÍK fá vinnuskúr eða húsnæði sem getur komið í staðinn. Hægt er að hafa samband við VÍK í netfanginu vik@motocross.is vegna þessa.
2 hugrenningar um “Húsnæðið í Álfsnesi handónýtt, fauk um daginn”
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
“ því miður þurfti að láta í minnipokann fyrir “Kára”.
Kára Jóns þá ??? hann er náttúrulega bölvaður skemmdarvargur 😉
maður fær aldrei að eiga neitt í friði.