Aðstandendur Dakar Rally keppninnar hafa óvænt tilkynnt um reglubreytingar þess efnis að rúmtak véla í tvíhjólaflokknum megi ekki vera meira en 450cc, í kjölfarið tilkynnti KTM að þeir munu með öllu hætta þáttöku í keppninni.
Aðeins 6 mánuðir eru þar til keppnin hefst í Suður-Ameríku og gagngrínir KTM að aðlögunartími þessara breytinga sé sami og enginn, og hafi því veruleg fjárhagsleg áhrif, því gengið hefur verið frá öllum samningum og skipulagi sem hafi miðast við 690cc Rally hjól. KTM hyggst jafnvel koma á fót eigin keppni í Afríku þar sem Paris-Dakar keppnin var haldin allt til ársins 2007, en þá keppnin var færð vegna ítrekaðra hryðjuverkahótana. Ljóst er að annar bragur mun verða á næstu Dakar keppni þ.s. KTM hefur verið yfirráðandi í tvíhjólaflokknum undanfarin ár.