Reynir var svakalega ánægður með það frábæra fólk sem mætti á vinnukvöldið í gær. Hans orð “ svakalega duglegt fólk sem nennti að vinna“ og hann hælir ekki fólki nema að það eigi það skilið. FRÁBÆRT fyrir íþróttafélag að eiga svona góðann hóp að fólki innan sinna vébanda.
En betur má ef duga skal, það vantar endahnútinn á þetta!!. Okkur vantar duglegt fólk aftur í kvöld. Það er kannski klukkutíma vinna eftir í brautinni fyrir góðann hóp. Aðallega þarf að tína upp rusl og steina úr brautinni til að þetta verði fyrirmyndarbraut til keppni. 1 klst á mann og málið dautt.
Einnig væri frábært ef einhver vissi um haugsugu eða vatnsbíl sem hægt væri að fá til afnota í kvöld og á morgun. Við værum ævarandi þakklát ef hægt væra að græja þetta fyrir félagið. Þurkurinn undanfarið og vindurinn í dag gerir okkur lífið leitt uppá þurkun á brautinni. Einnig kemur til greina að leigja svona græju fyrir viðunandi gjald. Hægt er að hafa samband við Reynir í S: 848 8419 eða Einar í S: 898-6021.