Hátt í 60 keppendur tóku þátt í bikarkeppninni í Bolaöldu í kvöld. Veðrið var frábært og brautin hefur sjaldan verið betri eftir góðan undirbúning Garðars og Arnars og fleiri. Aron Ómars vann opna flokkinn eins og oft áður í sumar, Viktor varð í öðru sæti og Eyþór í þriðja. Nánari úrslit koma síðar í kvöld eða í fyrramálið á www.mylaps.com
Því miður gleymdist að sækja verðlaunapeningana og verða þeir því í vörslu Garðars upp í Bolaöldu þar sem verðlaunahafar geta vitjað þeirra – við biðjumst velvirðingar á þessum klaufaskap 🙂 Þetta kom þó ekki að sök þar góðir aðilar lögðu til aukaverðlaun en JHM-Sport gaf öllum verðlaunahöfum Elf olíur og olíusíur, Móto gaf 2. sæti stuttermaboli og Nítró gaf gott bland í poka til þeirra sem tóku fyrsta sætið. Takk fyrir það.
Á morgun verður brautin löguð fyrir helgina og hún verður því lokuð á milli 13 og 17. Það hefur reynst mjög vel að loka brautinni yfir daginn til að strákarnir nái að vinna í henni á þeim tíma. Þá geta menn hjólað á morgnana og kvöldin í pottþéttri braut. Við höfum því sama hátt í næstu viku á fram á miðvikudag, lokað 13-17. Brautin verður svo lokuð á fimmtudag og föstudag fyrir keppnina.
Á fimmtudag verðum við með vinnukvöld í brautinni og enduroslóðunum og þá er öll aðstoð vel þegin – ekki síst þeirra sem hafa sýnt áhuga á því að aðstoða okkur við viðhald enduroslóðanna. Meira um það síðar, takk fyrir daginn allir keppendur, flaggarar og aðrir.
BTW: Gulli Karls var fjarri góðu gamni í kvöld en kallinn varð tvítugur í dag – til hamingju með afmælið kútur!