Nú er allt að verða vitlaust í kringum LEX-Games. Menn hafa verið yfirlýsingaglaðir um að slá í gegn og næla sér í verðlaunafé. Heyrst hefur af nokkrum sem ætla sér að vinna í fleiri en einum flokki. Einnig eru menn að keppa í nýjum greinum eins og Einar Sigurðarson og Daði Skaði ætla að keppa í fjórhjólakrossi. Svo má ekki gleyma að það standa yfir miklar æfingar í bakkflippi fyrir norðan.
Ljóst er að það verður margmenni á svæðinu og eru menn hvattir til að mæta snemma til að fá bílastæði. Fjörið byrjar klukkan 12 á laugardaginn og svo verða bílarnir og jepparnir í neðri gryfjunum klukkan 15. Hér er dagskráin í heild sinni.
Miðaverð er aðeins: 1.500 krónur – frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.