Íslandsmótið 2. umferð var haldið í Álfsnesi 16. júlí s.l..
1 Málsatvik
Keppnisstjóri dæmir 3. riðil ógildan hjá Ragnari Inga Stefánssyni eftir að hafa orðið vitni að því að Ragnar Ingi keyrir gegn aksturstefnu brautar eftir að hafa lokið við riðilinn. Ragnar Ingi Stefánsson kærir þá efnismeðferð …….
Dómnefnd Vík skipa:
Hákon Orri Ásgeirsson, Páll Jónsson, Guðbergur Guðbergsson.
Íslandsmótið 2. umferð var haldið í Álfsnesi 16. júlí s.l..
1 Málsatvik
Keppnisstjóri dæmir 3. riðil ógildan hjá Ragnari Inga Stefánssyni eftir að hafa orðið vitni að því að Ragnar Ingi keyrir gegn aksturstefnu brautar eftir að hafa lokið við riðilinn. Ragnar Ingi Stefánsson kærir þá efnismeðferð til dómnefndar
2 Málavextir:
Merkt hafði verið sérstök braut sem aka átti inn í pittinn
Ragnar Ingi Stefánsson lauk 3. mótói, stuttu eftir að hafa ekið í gegnum endamarkshlið beygjir hann úr brautinni til vinstri, ekur inn og yfir ráskaflann, yfir brautina aftur og þaðan inní pittinn. Keppninni var ólokið þegar þetta átti sér stað.
3 Deiluefnið:
Deilan snýst um það hvort eðlilegt teljist að dæma fyrir að aka eftir ráskaflanum sem var ekki í notkun þegar brotið var framið, þ.e. að ráskaflinn sé aðeins hluti af brautinni á meðan á ræsingu stendur. Því er haldið fram að ekki hafi verið refsað fyrir sams konar brot áður, því er einnig haldið fram að ekki að refsað sem með slíkum hætti erlendis, þá var því haldið fram að Ragnar hafi ekki notið andmælaréttar þ.e. að Keppnisstjóri hafi ekki leyft honum að bera við andmælum áður en úrskurðað var í málinu. Keppnisstjóri heldur því fram að hann hafi fellt úrskurðin eftir að hafa ráðfært sig við brautarstjóra og pittstjóra og bendir einnig á að sé brotið með þessum hætti sé refsingin ákveðin í reglum keppninnar en þar segir í 13 gr. Bannað er að aka á móti akstursstefnu í braut að viðlagðri brottvísun. Keppnisstjóri ákvað að refsingin væri fólgin í að draga af stig einungis frá umræddum riðli en ekki af keppninni í heild eins og hægt er að skilja af umræddri grein.
4 Rekstur málsins
Fyrir dómnefndinni lá tölvupóstur frá Ragnari þar sem hann lýsir málinu frá sínu sjónarmiði ásamt dæmum um hvernig slík mál hafa verið meðhöndluð erlendis. Þá lá fyrir nefndinni álit þriggja aðila sem komu að keppninni, þar af tímaverði. Nefndin ræddi við Keppnisstjóra þar sem hann skýrði sitt sjónarmið. Þá kom Ragnar fyrir nefndina og ítrekaði sín sjónarmið. Þá kynnti nefndin sér videomynd af atvikinu
5 Álit dómsins:
Dómnefndin telur ljóst að keppandi númer 1, Ragnar Ingi Stefánsson hafi ekið á móti akstursstefnu brautar. Þó svo að engin hætta hafi skapast í þetta skipti eru reglurnar augljósar. Grein 13.3. Í motocross reglum segir “Bannað er að aka á móti akstursstefnu í braut að viðlagri brottvísun”. Að mati dómnefndarinnar er ráskaflinn hluti af brautinni. Einu valkostir keppnisstjóra eru að dæma eftir þessari reglu ef hann telur brotið hafa verið gegn henni. Dómnefndin fellst ekki á þá kröfu Ragnars að keppnisstjóra hafi borið að ræða við sig áður en hann felldi úrskurðin. Keppnisstjórinn er dómarinn í keppninni og hefur hann starfsmenn keppninnar aðeins til aðstoðar og mega þeir segja sína skoðun á atvikinu, en hið endanlega vald liggur hjá keppnisstjóra. Hafa verður í huga að keppnisstjóri er hluti af keppninni og liggja verða mjög ríkar ástæður fyrir því ef dómnefnd á að breyta niðurstöðu keppnisstjóra. Dómnefndin telur sig ekki hafa forsendur til að breyta þessari ákvörðun.
6 Úrskurðarorð.
Niðurstaða keppnisstjóra stendur.
Reykjavík 11. ágúst 2005
Hákon Orri Ásgeirsson (sign)
Páll Jónsson (sign)
Guðbergur Guðbergsson (sign)