Púkadagur á Ljósanótt

Krakkar hafið þið áhuga á að taka þátt í sýningarakstri ?
Laugardaginn 5 sept kl. 11.00 verðum við með sýningarakstur barna yngri en 12 ára á vélhjólum og fjórhjólum fyrir neðan SBK húsið á malarsvæðinu hjá smábátahöfninni í Keflavík
Keyrt verður í 2-3 flokkum 50cc, 65 cc og 80cc fer eftir þáttöku.
Allir þáttakendur fá viðurkenningu.
Þetta er liður í kynningu á sportinu og vorum við einnig með á síðasta ári og tókst mjög vel.
Nú er um að gera að vera með og skrá sig. Muna að hafa hjólin skráð og tryggð eins og þau eiga að vera og mæta í fullum öryggisbúnaði.
Skráning hafin á rm250cc@simnet.is og erlavalli@hotmail.com og lýkur á fimmtudag á miðnætti.

Kveðja
Púkadeild VÍR

Skildu eftir svar