Dirt Bike Magazine, stór umfjöllun um Ísland

Ein mesta landkynning upp á síðkastið birtist í einu stærsta torfæruhjóla tímariti í heimi. Það var Ron Lawson ritstjóri Dirt Bike sem kom hér í boði KTM á Íslandi í vor, sem skrifar þessa 6 blaðsíðna grein um keppnina á Klaustri, íslenska ökumenn, landið og fleira. Lawson og Paul Krause kepptu saman, og eins og má lesa í blaðinu þótti þeim þetta mikil lífsreynsla. Það eru milljónir manna sem lesa þetta vinsæla blað um allan heim,

 þannig að hróður íslenskra ökumanna berst nú víða. Tekið skal fram fyrir þá sem ekki vita, og til að koma í veg fyrir misskilning að allar myndir eru teknar á einkalandi í keppnisbrautinni á Klaustri eða á einkalandi með fullu leyfi landeiganda. Við tökum okkur svo það leyfi að birta greinina hér á vefnum til að flestir geti barið hana augum. Smellið á myndirnar til að stækka.

 

 

 

Skildu eftir svar