Aðeins 50 þátttakendur eru skráðir í lokaumferðir Íslandsmótsins í Enduro sem fram fara á Akureyri á laugardaginn. Engu að síður er búist við miklu fjöri á keppninni. Akureyringar eru frægir fyrir að gera krefjandi brautir þannig að það má ekkert klikka hjá Kára Jónssyni ef hann ætlar sér að landa titlinum en hann er nú með góða forystu. Einnig verður athyglisvert að fylgjast með Viggó Erni Viggóssyni en hann mun taka fram stígvélin en hann er margfaldur meistari.
Við hvetjum því Akureyringa og nærsveitunga að skella sér á svæðið, jafnvel koma í stígvélum svo þeir geti hjálpað til í mýrinni.
Er ekki bara málið að skella á C-flokk og leyfa þeim að hjóla frítt, kynna sportið fyrir nýju fólki?
Eða að leggja braut sem keppendur hafa gaman af að keyra…
Jú einmitt. Þetta virðist stundum snúast meira um hver getur gert flottustu æfingarnar á Bobcat eða jarðýtu. Í staðinn fyrir að gera eitthvað sem allir hjólamenn virðast vilja, þeir skrá sig ekki einu sjálfir í þetta mót því þeir nenna ekki að djöflast í þessari mýri