Á morgun verður 5.og 6. umferð íslandsmótsins í enduro haldin á Akureyri. Veðurspáin fyrir norðurland er frábær og má búast við flottu móti hjá norðanmönnum. Þess má geta að brautin á Akureyri er ein sú áhorfendavænsta á landinu og óhætt að hvetja fólk til að mæta til að horfa á.
Fyrir mótið er Kári Jónsson á TM Racing í fyrsta sæti og hefur hann 100 stiga forskot á næsta mann ,Einar Sigurðarson á KTM. Björgvin Sveinn er í 3. sæti og Valdimar Þórðarson í 4. Búast má við hörku keppni um efstu sætin.
Í Baldursdeildinni er staðan þannig að Hákon Andrason er í efsta sæti, Hafþór Ágústsson í 2. og Ragnar Ingi í því 3. en hann verður ekki með á morgun sökum meiðsla. margið efnilegir ökumenn eru í Baldursdeildinni og má þar nefna Þorra Jónsson en hann hefur átt mjög góða spretti í sumar og er til alls líklegur.
85cc flokkurinn verður fámennur á morgun en aðeins 2 keppendur þeir Ingvi Björn Birgisson og Guðbjartur Magnússon munu mæta til leiks en sá 3. sem skráður var Haraldur Örn varð fyrir óhappi síðastliðinn mánudag og getur ekki verið með. Þeir Guðbjartur ,Haraldur Örn og Ingvi eru í efstu sætunum fyrir keppnina .Þessir 3 strákar eru í hópi öflugustu ökumanna landsins í sínum aldursflokki og hafa verið í topp bráttunni í enduro og motocross í sumar. Gaman verður að fylgjast með þessum drengjum á næstu árum.