Kennsla til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Jói Kef stendur fyrir kennsludegi n.k Laugardag. 12.09.09.

Þennan dag hefur hann skipulagt til að styrkja strákana okkar til keppni á MXON. 

Hér er frábært tækifæri fyrir alla þá sem vilja bæta sig sem hjólara og í leiðinni styrkja strákana sem eru að keppa fyrir Íslands hönd. Námskeiðin henta öllum.

Strákarnir eru. Gulli #111. Aron #66. Viktor #84.

Fyrirkomulagið er einfalt en framkvæmdin er frábær.

Kennslan verður í eftirfarandi brautum.

Þorlákshafnarbrautinni:  Deginum verður skipt í 3 hluta/ hópa. 11 – 12.45.  13 – 14.45.  15 – 17.

10 manns komast í hvern hóp. Kostnaður er 3000 kr sem rennur óskipt til kappanna okkar.

Kennari: Jói Kef. Hér er kjörið tækifæri til að læra alvöru sandakstur.

Bolaöldubraut:  Deginum verður skipt í 3 hluta/ hópa. 11 – 12.45.  13 – 14.45.  15 – 17.

10 manns komast í hvern hóp. Kostnaður er 3000 kr sem rennur óskipt til kappanna okkar.

Kennari: Gulli Karls. Hér er bæði tækni og hraði sem er í boði.

Mosóbraut:  Deginum verður skipt í 3 hluta/ hópa. 11 – 12.45.  13 – 14.45.  15 – 17.

10 manns komast í hvern hóp. Kostnaður er 3000 kr sem rennur óskipt til kappanna okkar

Kennari: Viktor Guðbergs. Hér er það tæknin sem skiptir öllu máli til árangurs.

Tekið er á móti greiðslu á staðnum. Einungis er hægt að greiða með seðlum.

Skráning sendist á olafur@bernhard.is   Taka fram nafn, hvar þú villt nýta þér kennslu og á hvaða tíma.

ATH hver hópur er í ca 2 klst.

Nú er um að gera að skrá sig strax.

Brautargjöld eru í boði þeirra félaga sem eiga brautirnar, til styrktar strákunum.

5 hugrenningar um “Kennsla til stuðnings STRÁKANNA OKKAR”

Skildu eftir svar