Ryan Hughes virðist hafa hætt að reyna við 125cc AMA Motocrosstitilinn þar sem hann hefur keppt sem privater á Hondu CRF250, en hann hefur sést að undanförnu á Suzuki RMZ450. Hughes ætlar að aka fyrir Suzuki Off road team, og gæti sést í einhverjum eða jafnvel öllum keppnunum sem eru eftir af AMA Motocrossinu á erremmzetunni. Það er ekki skrítið að Suzuki hafi tekið hann í liðið þar sem Hughes er einn af allra snjöllustu off-road ökumönnum heimsins ( að meðtöldum evrópubúunum ) og menn muna kannski eftir því að hann vann meðal annars Endurocrossið sem haldið var í Las Vegas á síðasta ári. Ryan " The Ryno " Hughes er einn aðal töffarinn í bransanum í dag, með ótrúlegt úthald og einbeittni, þannig að hann styrkir lið Suzuki mikið.